Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 24. september 2020 22:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Það má alls ekki gerast á minni vakt
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga R
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga R
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar heimsóttu Evrópuefnin í Árbænum í kvöld þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram göngu sinni.

Það var ljóst fyrir leikinn í kvöld að Víkingar þurftu nauðsynlega á stigum að halda annars yrðu þeir í síðasta örugga sæti deildarinnar þegar flautað væri til leiksloka og það varð svo raunin. 

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Víkingur R.

„Bara gamla klisjan - vonbrigði, við vorum slakir í fyrri hálfleik i kvöld og eiginlega bara versta frammistaðan frá því að ég tók við. Allt í lagi að gera mistök og þess háttar en þú verður að mæta til leiks, mæta vel gíraður og peppaður upp, þrátt fyrir að tímabilið sé farið til fjandans að þá verðuru að berjast fyrir klúbbinn þinn og sýna smá lit og karakter og það gerði það enginn í fyrri hálfleik, seinni hálfleikur var mun skárri en það sem gladdi mig í dag eru að það voru margir ungir leikmenn að spila hjá báðum liðum og stóðu sig mjög vel en eldri leikmenn þurfa aðeins að girða sig í brók, því til þess að vera með balance í liðinu og gott lið að þá þurfa eldri leikmenn að styðja við yngri leikmenn, það virkar ekki öfugt." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga R. eftir leikinn í kvöld.

Víkingar R sitja eftir leikinn í kvöld í 10. og jafnframt síðasta örugga sæti deildarinnar en það eru gríðarleg vonbrigði miðað við hverju var búist við fyrir mót.
„Já, Það hefur basicly allt farið úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis hjá einu liði en það eru 7 leikir eftir og við þurfum að gíra okkur upp áfram því það er svo leiðinlegt ef allt myndi fara til fjandans núna og að við yrðum einhvernveginn að aðhlátursefni og það má alls ekki gerast á minni vakt. Þetta er búið að ver brekka og þá er oft svolítið mannlegt eðli að menn fara rosalega mikið að vorkenna sjálfum sér og fundið allt til foráttu og það sást greinilega í fyrri hálfleik og við ræddum aðeins málin í hálfleik og þetta var aðeins skárra í seinni hálfleik en þetta var dapurt." 

Aðspurður um framtíð sína hafði Arnar þetta að segja:
„Ég er alveg búin að vera nógu lengi í þessu til þess að vita að þetta er „Result business" og það gengur ekki fyrir mig endalaust að vera tala um einhverja tölfræði og hvað við erum æðislegir í einhverju possession, einhverjum xG og svona fræðum ef við vinnum ekki leiki það gefur auga leið en ég basicly hef samt engar áhyggjur, ég mun sofa mjög rólegur í kvöld." 

Víkingar misstu menn í meiðsli í kvöld og þar á meðal var Kári Árnason en er Rúmerníu leikurinn í hættu?
„Ég hef smá áhyggjur af honum, hann fékk högg og einhvernveginn tognaði í nára og það er korter í landsleiki og líka bara að við þurfum á honum að halda svo ég hef smá áhyggjur af honum en hann verður skoðaður á morgun og vonandi koma þá jákvæðari fréttir úr því." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner