Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
   fim 24. september 2020 19:49
Anton Freyr Jónsson
Árni Snær: Við þurfum að hætta að gefa mörk
Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA
Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, heldur betur. Þetta er bara geggjað." sagði Árni Snær Ólafsson markvörður Skagamanna eftir 1-3 sigur á Fjölnismönnum á Extravellinum í Grafarvogi.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍA

„Við lögðum upp með að spila okkar leik, búa til svæði og vera þéttir. Pressa þá bara undir köflum en það tókst bara voða lítið hjá okkur. Spilið var lélegt hjá okkur, náðum ekki að pressa þá, hverjum sem það er að kenna en við unnum og það er það sem skiptir máli, ekki fallegt en við unnum."

Skagamenn byrjuðu leikinn vel fyrstu tuttugu þar sem ÍA þjörmuðu vel á Fjölnismenn en síðan taka þeir yfir leikinn á ákveðnum kafla í leiknum og fá nokkur dauðafæri. Árni var spurður hvort það væri áhyggjuefni hjá liðinu.

„Já, við hefðum átt að vera komnir í tvö eða þrjú núll fyrstu tuttugu en síðan veit ég ekki hvað gerist, annað hvort þeir góðir eða við lélegir, ég veit ekki alveg. Við vorum bara ekki góðir ég veit ekki hverjum það er að kenna. Þeir áttu að skora fleiri mörk og ég held að þeir séu helvíti svektir."

Skagamenn eru búnir að halda hreinu í tveimur leikjum í deildinni og eru búnir að fá á sig 37.mörk í deildinni jafnmörg og Fjölnismenn sem sitja á botni deildarinnar. Árni var spurður hvar vandamálin liggja í leik ÍA en þeir skora nóg af mörkum.

„Ég bara veit ekki, erum ekki nógu þéttir bara sem lið. Eins og núna í dag þá áttum við að halda hreinu. Við erum búnir að halda tvisvar og við þurfum allir að vera þéttir og hætta að gefa mörk, ég held að það sé stóri punkturinn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner