Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. september 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Karólína Lea náði settu markmiði þegar hún byrjaði A-landsleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland vann Lettland í síðustu viku og svo aftur þegar liðið gerði jafntefli við Svíþjóð í stórleik í undankeppni EM á þriðjudaginn.

Hin efnilega Karólína Lea er aðeins 19 ára gömul og hefur sinnt lykilhlutverki í liði Breiðabliks undanfarin misseri.

Fyrir ári síðan sat Karólína Lea á skólabekk í Flensborg og setti sér langtímamarkmið í áfanga í íþróttasálfræði.

Vilhjálmur Kári Haraldsson, faðir Karólínu og þjálfari Augnabliks, birti markmiðið sem dóttir hans setti sér fyrir ári síðan á Twitter.

„Ég ætla að spila A-landsleik í byrjunarliði eftir 1 ár." skrifaði Karólína fyrir ári síðan.

„Ég stefni á að spila byrjunarliðsleik í A-landsliðinu í október 2020."

Karólína hefur 48 leiki fyrir yngri landslið Íslands og þrjá fyrir A-liðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner