Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. september 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Skipt út af eftir 13 sekúndur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvenjulegt atvik átti sér stað í leik FCI Levadia og Nomme Kalju í eistnesku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Hinn 16 ára gamli Lauri Suup var í byrjunarliði Nomme Kalju en hann var tekinn af velli eftir einungis 13 sekúndur.

Reglur í úrvalsdeildinni í Eistlandi eru þannig að hvert félag þarf að byrja með að minnsta kosti tvo uppalda leikmenn inn á.

Margir leikmenn Nomme Kalju eru í einangrun eftir kórónuveirusmit hjá liðinu.

Því var Suup fenginn úr yngri flokkunum til að byrja leikinn til að uppfylla reglurnar. Hann var svo tekinn af velli eftir 13 sekúndur eins og sjá má á myndbandi frá The Guardian hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner