Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. september 2021 15:17
Brynjar Ingi Erluson
Átta úrvalsdeildarleikmenn í brasilíska landsliðshópnum
Fabinho og Alisson eru í hópnum
Fabinho og Alisson eru í hópnum
Mynd: EPA
Gabriel Jesus er einnig í landsliðinu
Gabriel Jesus er einnig í landsliðinu
Mynd: Getty Images
Tite, þjálfari brasilíska landsliðsins, valdi í dag landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kólumbíu og Venesúela í undankeppni HM en leikirnir fara fram í október. Átta leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum.

Ensku úrvalsdeildarfélögin meinuðu brasilíku leikmönnunum að fara í landsliðsverkefnið í september þar sem flest löndin í Suður-Ameríku eru á rauðum lista vegna kórónaveirunnar.

Það þýðir að leikmennirnir eru skyldaðir í 10 daga sóttkví og myndu því missa af mikilvægum leikjum.

Brasilíska knattspyrnusambandið og FIFA setti fimm daga bann á þá leikmenn sem fóru ekki í verkefnin en það var dregið til baka á síðustu stundu eftir viðræður við ensku úrvalsdeildina og bresk stjórnvöld.

Átta úrvalsdeildarleikmenn eru í brasilíska hópnum sem spila við Kólumbíu og Venesúela í október og því spurning hvað gerist nú en hér fyrir neðan má sjá hópinn.

Markverðir: Alisson (Liverpool), Ederson (Manchester City), Weverton (Palmeiras)

Varnarmenn: Danilo (Juventus), Alex Sandro (Juventus), Émerson (Tottenham) Guilherme Arana (Atlético-MG), Thiago Silva (Chelsea), Marquinhos (Paris Saint-Germain), Éder Militão (Real Madrid), Lucas Veríssimo (Benfica).

Miðjumenn: Casemiro (Real Madrid), Edenilson (Internacional) Fabinho (Liverpool), Fred (Manchester United), Gerson (Olympique de Marselha), Lucas Paquetá (Lyon), Everton Ribeiro (Flamengo).

Framherjar: Antony (Ajax), Matheus Cunha (Atlético de Madrid), Raphinha (Leeds), Vinicius Júnior (Real Madrid), Neymar (Paris Saint-Germain), Gabriel Jesus (Manchester City), Gabigol (Flamengo).
Athugasemdir
banner
banner
banner