Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. september 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dragan hyggst snúa aftur í þjálfun eftir árs hvíld
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dragan Kristinn Stojanovic ætlar sér að snúa aftur í þjálfun eftir að hafa tekið sér eitt ár í hvíld.

Dragan var síðast þjálfari Fjarðabyggðar tímabilið 2020 en tók sér hvíld og hlóð batteríin.

„Eftir að hafa verið þjálfari í fullu starfi í rúm 20 ár þá var gott að takasmávægilega hvíld og hlaða batteríið aftur. En nú er ég fullur tilhlökkunar á að takast við næstu áskorun sem þjálfari," segir Dragan.

Dragan er þjálfari með mikinn metnað sem stefnir að því að ná langt.

„Ég tel mig hafa mikinn hæfileika til að vinna með ungum leikmönnum og því væri það gott fyrir mig sem þjálfara að taka við liði sem ætlar að byggja upp lið með ungum leikmönnum í bland við reynslumeiri leikmenn. Ég er agaður og skipulagður í starfi og set skýr markmið til að vinna með og fylgja eftir."

Dragan er með UEFA PRO þjálfaragráðu og hefur þjálfað hér á landi frá því árið 1999. Hann þjálfaði meðal annars meistaraflokk Þórs/KA á árunum 2007 til 2010 sem tók þátt í Meistaradeildinni. Einnig hefur hann þjálfað karlalið Þórs ásamt Völsungi, KF og Fjarðabyggð.
Athugasemdir
banner
banner