Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 24. september 2021 18:20
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Sex mörk og dramatík í lokaleiknum
Nacho Gil gerði jöfnunarmark Vestra undir lok leiks
Nacho Gil gerði jöfnunarmark Vestra undir lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri 3 - 3 Kórdrengir
0-1 Alex Freyr Hilmarsson ('11 )
0-2 Axel Freyr Harðarson ('20 )
1-2 Martin Montipo ('30 )
2-2 Pétur Bjarnason ('45 )
2-3 Leonard Sigurðsson ('74 )
3-3 Ignacio Gil Echevarria ('90 )
Lestu um leikinn

Vestri og Kórdrengir gerðu 3-3 jafntefli í síðasta leik Lengjudeildarinnar þetta sumarið en Nacho Gil gerði jöfnunarmarkið fyrir Vestra í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Alex Freyr Hilmarsson kom Kórdrengjum yfir á 11. mínútu með marki beint úr hornspyrnu.

„Kórdrengir komnir yfir beint úr hornspyrnu! Alex Freyr með boltann sem siglir yfir markvörðinn og í fjærhornið. Þarna leit van Dijk afar illa út," skrifaði Jón Ólafur Eiríksson í textalýsingunni á Fótbolta.net.

Axel Freyr Harðarson bætti við öðru níu mínútum síðar áður en Martin Montipo minnkaði muninn eftir góða sókn heimamanna.

Pétur Bjarnason jafnaði metin úr vítaspyrnu sem hann sótti sjálfur undir lok fyrri hálfleiks. Það var nóg af færum í síðari hálfleiknum en það var ekki fyrr en á 74. mínútu er Kórdrengir náðu forystunni aftur.

Þórir Rafn Þórisson átti sendingu inn fyrir á Leonard Sigurðsson sem afgreiddi boltann í netið. Undir lok leiksins náði Nacho Gil að jafna metin eftir hornspyrnu. Vestri gat stolið sigrinum stuttu síðar en eitthvað brást bogalistin og lokatölur 3-3.

Kórdrengir hafna í 4. sæti með 39 stig en Vestri í 5. sæti með 36 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner