Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 24. september 2021 19:32
Brynjar Ingi Erluson
U17 kvenna: Glæsilegur sigur á Serbíu
Kvenaboltinn
U17 ára landslið kvenna vann Serbíu nokkuð örugglega
U17 ára landslið kvenna vann Serbíu nokkuð örugglega
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri vann Serbíu 4-1 í undankeppni Evrópumótsins í dag.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði tvisvar á fyrstu tuttugu mínútunum. Fyrra markið kom á 14. mínútu og það síðara sex mínútum síðar.

Nina Matejic minnkaði muninn þremur mínútum síðar. Íslenska liðið bætti við þriðja markinu á 40. mínútu með marki frá Kötlu Tryggvadóttur.

Anja Jestrovic fékk gott tækifæri til að gera annað mark Serbíu undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið fékk vítaspyrnu en Fanney Inga Birkisdóttir gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.

Margrét Lea Gísladóttir gulltryggði sigurinn þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og 4-1 sigur staðreynd.

Riðillinn fer fram í Serbíu en næsti leikur íslenska liðið er gegn Spánverjum á mánudag.
Athugasemdir