„Ágætis punktur svona eftir á að hyggja“ sagði Aron Þórður Albertsson, leikmaður KR, eftir 2-2 jafntefli við Val á Meistaravöllum fyr í dag.
Lestu um leikinn: KR 2 - 2 Valur
„Við hefðum viljað vinna þennan leik. Mér fannst við eiginlega betri frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, við hefðum átt að nýta færin okkar betur en þokkalega sáttur með frammistöðuna samt sem áður“ hélt hann svo áfram.
Eins og Aron kom inn á var færanýting KR í leiknum ekki frábær og voru þeir sjálfum sér verstir í dag. Aðspurður hvað það er sem vantaði upp á í dag segir hann:
„Við gáfum þeim í rauninni tvö auðveld mörk og svo fáum við fullt af færum sem við nýtum ekki. Við hefðum bara þurft að vera meira clinical í boxinu en það kemur vonandi í næsta leik.“
KR á næst gríðarlega mikilvægan leik við Stjörnuna í baráttunni um Evrópusæti sem þeir hljóta að fara brattir inn í:
„Já, við bara sækjum þrjá punkta þar og komum okkur ofar í töfluna. Við ætlum að sækja þetta Evrópusæti og fyrsta skrefið í átt að því verður tekið þar.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.