Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Gomes til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   sun 24. september 2023 18:02
Sölvi Haraldsson
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Mér líður frábærlega. Mér fannst við vera með öll tök á þessu, í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við leyfðum þeim kannski að vera eitthvað meira með boltann eftir að við komumst í 3-0 og í seinni hálfleik. Þetta var fagmannlega gert og bara frábær frammistaða.“ sagði Ásgeir Frank, leikmaður Aftureldingar, eftir 3-0 sigur gegn Leikni í dag.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Leiknir R.

Afturelding byrjuðu mun betur og eftir korters leik skoruðu þeir þrjú mörk á átta mínútna kafla. Ásgeir var mjög ánægður með þennan kafla. 

Mér fannst við mæta þeim með gríðarlegum krafti og það var orka í okkur. Við vorum aftur að finna þetta gamla form sem við vorum með í fyrri hlutanum. Ef við verðum með það form í úrslitaleiknum næsta á laugardaginn, þá held ég að við tökum það.

Ásgeiri leið aldrei eins og hann væri að fara að fá á sig mark eftir þennan magnaða átta mínútna kafla.

Fyrsta korterið var mjög mikilvægt. Þar náum við að halda þeim aðeins frá því að jafna einvígið og við róum leikinn dálítið niður. Síðan vorum við frábærir í seinni hálfleiknum líka.

Afturelding spilaði mun meiri sóknarbolta í dag en þeir gerðu í fyrri leiknum gegn Leikni. Ásger var spurður út í það hvernig hann metur þessa leiki. 

Mér fannst það bara frábært upplegg líka. Það sýndi okkur það líka að við getum spilað tvískiptan fótbolta. Þetta var grasvöllur og erfiður leikur og við vildum bara vera í góðri stöðu fyrir seinni leikinn og klára hann hér sem við gerðum.

Núna er ljóst að Afturelding mætir Vestra á laugardaginn í úrslitaleik um laust sæti í Bestu deildinni. Ásgeir er bjartsýnn fyrir stórleikinn.

Mér lýst bara vel á andstæðinginn. Mér var alveg sama hvort liðið myndi mæta okkur en þeir eru búnir að vera flottir. Ég var bara að búast við flottum leik sama hvaða lið við hefðum mætt. Við verðum bara klárir.“ sagði Ásgeir Frank, leikmaður Aftureldingar, eftir frábæran 3-0 sigur í dag á Leikni.

Nánar er rætt við Ásgeir Frank í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner