Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
   sun 24. september 2023 16:01
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Víkingur er Íslandsmeistari 2023
watermark Víkingar eru Íslandsmeistarar
Víkingar eru Íslandsmeistarar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Benóný Breki skoraði bæði mörk KR-inga
Benóný Breki skoraði bæði mörk KR-inga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Eggert Aron skoraði tvö fyrir Stjörnuna
Eggert Aron skoraði tvö fyrir Stjörnuna
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Emil Atla er markahæstur í deildinni með 15 mörk
Emil Atla er markahæstur í deildinni með 15 mörk
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur R. er Íslandsmeistari árið 2023 eftir að KR og Valur gerðu 2-2 jafntefli í efri hluta Bestu deildar karla í dag.

Valur þurfti að vinna KR til að halda smá pressu á Víkingum og byrjaði það ágætlega.

Orri Hrafn Kjartansson skoraði á 25. mínútu, reyndar þvert gegn gangi leiksins, en hann fékk boltann í teignum eftir fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar, lék á Kennie Chopart og skoraði.

Benóný Breki Andrésson fékk gott skallafæri til að jafna leikinn en Sveinn Sigurður Jóhannesson varði vel í marki Vals.

KR heilt yfir betri aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma marki á Val, en það breyttist í þeim síðari.

Á 50. mínútu fékk Orri Hrafn frábært færi til að bæta við öðru eftir mistök frá Simen Kjellevold, markverði KR, en hann skaut boltanum framhjá og slapp því Kjellevold með skrekkinn.

Þremur mínútum síðar jöfnuðu KR-ingar. Theodór Elmar Bjarnason náði að draga menn að sér áður en hann setti boltann á vinstri vænginn. Þar var Kristinn Jónsson mættur í fyrirgjöfina, inn á teig þar sem Benóný Breki var mættur til að skila boltanum í netið.

Patrick Pedersen kom Val í 2-1 á 74. mínútu. Tryggvi Hrafn fann Patrick sem skoraði örugglega, en aðeins mínútu síðar fengu KR-ingar víti er Haukur Páll Sigurðsson braut á Ægi Jarl Jónassyni í teignum.

Benóný fór á punktinn og skoraði úr spyrnunni. Mörkin urðu ekki fleiri á Meistaravöllum og lokatölur 2-2. Þetta þýðir það að Víkingur er sófameistari og fagnar því Íslandsmeistaratitlinum í sjöunda sinn í sögunni.

Víkingur er á toppnum með 60 stig, ellefu stigum meira en Valur, sem þarf bara einn sigur til að tryggja annað sætið. KR er áfram í 6. sæti með 34 stig.

Stjörnumenn í fjórða sætið

Stjarnan er komin upp í 4. sæti Bestu deildarinnar eftir að hafa unnið góðan 3-1 sigur á FH í Kaplakrika.

Eggert Aron Guðmundsson skoraði tvö mörk á tíu mínútna kafla í byrjun leiks.

Á 5. mínútu kom sending fram og náði Emil Atlason að ýta boltanum á Eggert sem komst einn í gegn og skoraði. Tíu mínútum síðar gerði hann annað mark sitt og var það stórglæsilegt.

Adolf Daði Birgisson var við miðlínuna, kom boltanum á Eggert sem fíflaði vörn FH-inga til áður en hann skaut boltanum fyrir utan teig og í netið. Glæsilegt mark.

Stjarnan fór með sanngjarna forystu inn í hálfleikinn en FH-ingar komu sterkari inn í síðari.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson skoraði með skalla þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Vuk Oskar Dimitrijevic átti fyrirgjöfina.

Stjörnumenn náðu að gera út um leikinn og það gegn gangi síðari hálfleiksins. Hilmar Árni Halldórsson lyfti boltanum yfir Daða Frey Arnarsson í markinu og var Emil mættur til að afgreiða færið.

Lokatölur 3-1 fyrir Stjörnumönnum sem fara upp fyrir FH í 4. sætið með 37 stig, jafnmörg og FH, en með betri markatölu.

Úrslit og markaskorarar:


KR 2 - 2 Valur
0-1 Orri Hrafn Kjartansson ('25 )
1-1 Benoný Breki Andrésson ('53 )
1-2 Patrick Pedersen ('74 )
2-2 Benoný Breki Andrésson ('76 , víti)
Lestu um leikinn

FH 1 - 3 Stjarnan
0-1 Eggert Aron Guðmundsson ('5 )
0-2 Eggert Aron Guðmundsson ('15 )
1-2 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('47 )
1-3 Emil Atlason ('57 )
Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner