Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   sun 24. september 2023 19:06
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
watermark Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fínt stig, fínn leikur svona að mestu leiti“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 2-2 jafntefli gegn Val á Meistaravöllum í dag.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Valur

Ég var ánægður með síðari hálfleikinn, í fyrri fannst mér aðeins of rólegt tempó hjá okkur. Við vorum töluvert með boltann og Valsmenn reyndar líka en mér fannst vanta meiri hraða í okkar leik, sérstaklega að komast inn á síðasta þriðjung til að skapa færi. Við sköpum ekki nóg en þegar við sköpum eitthvað þá er færanýtingin ekki nægilega góð. Seinni hálfleikur góður, meiri hraði og mér fannst við vera betri aðilinn í síðari hálfleik“ hélt hann svo áfram.

Annan leikinn í röð lenda KR undir og þurfa að elta leikinn, aðspurður hvort það sé ekki frústrerandi að lenda svona undir segir hann:

Já, við þurfum að finna eitthvað jafnvægi í þessu. Við erum að fá á okkur mörk þegar við erum að sækja, fáum á okkur skyndisóknir eða eins og gegn Víking, mark úr föstu leikatriði. Það er súrt þegar leikurinn á jörðinni og inn á vellinum er í jafnvægi og þá virðist það vera þannig að við fáum alltaf fyrsta markið á okkur og það er náttúrulega bara við okkur sjálfa að eiga. Við þurfum að laga þessa hluti, við þurfum að skoða þá og verða svo flinkari í því að búa til betri færi og nýta okkar færi þegar þau bjóðast þannig að við verðum bara að líta í eigin barm.“

KR eru ennþá í mikilli baráttu um seinni tvö Evrópusætin og hafa því að nægu að keppa í síðustu leikjunum en næsti leikur hjá þeim er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. Fara KRingar ekki klárir inn í þann leik?

Já, já, við förum brattir inn í það, við förum brattir inn í alla leiki. Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er og hvað við þurfum að gera.“

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner