Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 24. september 2023 19:06
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fínt stig, fínn leikur svona að mestu leiti“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 2-2 jafntefli gegn Val á Meistaravöllum í dag.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Valur

Ég var ánægður með síðari hálfleikinn, í fyrri fannst mér aðeins of rólegt tempó hjá okkur. Við vorum töluvert með boltann og Valsmenn reyndar líka en mér fannst vanta meiri hraða í okkar leik, sérstaklega að komast inn á síðasta þriðjung til að skapa færi. Við sköpum ekki nóg en þegar við sköpum eitthvað þá er færanýtingin ekki nægilega góð. Seinni hálfleikur góður, meiri hraði og mér fannst við vera betri aðilinn í síðari hálfleik“ hélt hann svo áfram.

Annan leikinn í röð lenda KR undir og þurfa að elta leikinn, aðspurður hvort það sé ekki frústrerandi að lenda svona undir segir hann:

Já, við þurfum að finna eitthvað jafnvægi í þessu. Við erum að fá á okkur mörk þegar við erum að sækja, fáum á okkur skyndisóknir eða eins og gegn Víking, mark úr föstu leikatriði. Það er súrt þegar leikurinn á jörðinni og inn á vellinum er í jafnvægi og þá virðist það vera þannig að við fáum alltaf fyrsta markið á okkur og það er náttúrulega bara við okkur sjálfa að eiga. Við þurfum að laga þessa hluti, við þurfum að skoða þá og verða svo flinkari í því að búa til betri færi og nýta okkar færi þegar þau bjóðast þannig að við verðum bara að líta í eigin barm.“

KR eru ennþá í mikilli baráttu um seinni tvö Evrópusætin og hafa því að nægu að keppa í síðustu leikjunum en næsti leikur hjá þeim er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. Fara KRingar ekki klárir inn í þann leik?

Já, já, við förum brattir inn í það, við förum brattir inn í alla leiki. Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er og hvað við þurfum að gera.“

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner