Ezri Konsa, varnarmaður Aston Villa, segir að það hafi verið rétt hjá stjóranum Unay Emery að segja að leikmenn sínir hafi verið „latir“ í 1-1 jafntefli gegn Sunderland.
„Við vorum latir í varnarleiknum. Þegar við fengum markið á okkur vorum við latir," sagði Emery reiður eftir leikinn en Sunderland jafnaði þrátt fyrir að vera tíu gegn ellefu.
„Við vorum latir í varnarleiknum. Þegar við fengum markið á okkur vorum við latir," sagði Emery reiður eftir leikinn en Sunderland jafnaði þrátt fyrir að vera tíu gegn ellefu.
„Já, þetta eru sanngjörn ummæli. Ég held að allir hafi séð markið. Við reynum að spila með varnarlínuna hátt uppi en við gerðum þetta ekki rétt. Tímabilið hefur ekki farið vel af stað en vonandi náum við okkur betur á strik," segir Konza um ummæli Emery.
„Það er aldrei gaman þegar stjórinn þinn er að gagnrýna þig. Það virkar sem bensín og þú vilt spila næsta leik sem fyrst. Sýna hvað þú getur. Næsti leikur er á morgun."
Villa er að að fara að taka á móti Bologna í Evrópudeildinni á morgun. Liðið er í 18. sæti í úrvalsdeildinni og án sigurs eftir fimm fyrstu leikina. Liðið hefur aðeins skorað eitt deildarmark. Konsa segir að það sé þó ekki krísa.
„Við erum ekki á þeim stað að við þurfum að halda fundi. Fólk mun tala um krísufundi og slíkt en við erum með frábæran fyrirliða í John McGinn sem tekur frumkvæðið í þannig hlutum. Eftir leikinn gegn Sunderland hélt hann smá ræðu og stappaði í okkur stálinu. Við höfum ekki byrjað vek og erum meðvitaðir um það en ég er viss um að þetta verður brátt betra," segir Konsa.
Athugasemdir