Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   mið 24. september 2025 16:25
Elvar Geir Magnússon
Botnslagur ÍA og KR færður yfir á laugardag
Búast má við harðri baráttu.
Búast má við harðri baráttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur ÍA og KR í neðri hluta Bestu deildar karla hefur verið færður og verður leikinn á laugardaginn en ekki sunnudaginn.

Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ en leikurinn verður flautaður á klukkan 14 á laugardag.

KR er í fallsæti, með 24 stig, á meðan Skagamenn eru sæti ofar með 25 stig en þeir gulu hafa verið á flottu skriði og unnið þrjá leiki í röð.

„Nú fyrst reynir á samstöðu okkar KR-inga!! Leikur á móti Skagamönnum á laugardaginn sem við ÆTLUM að vinna!! Hvetjum alla til að fjölmenna á völlinn og hjálpa strákunum að sækja þessi 3 stig!!! Þeir þurfa á ÖLLUM ykkar stuðningi að halda!" segja KR-ingar á samfélagsmiðlum sínum.

Hér má sjá leikina sem eru framundan í 24. umferð Bestu deildarinnar, umferð 2/5 eftir tvískiptingu.

laugardagur 27. september

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍA-KR (ELKEM völlurinn)
14:00 Vestri-ÍBV (Kerecisvöllurinn)

sunnudagur 28. september

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Fram-Valur (Lambhagavöllurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
16:00 Afturelding-KA (Malbikstöðin að Varmá)

mánudagur 29. september
19:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 25 9 6 10 30 - 31 -1 33
2.    KA 25 9 6 10 36 - 45 -9 33
3.    ÍA 25 10 1 14 35 - 45 -10 31
4.    Vestri 25 8 4 13 24 - 38 -14 28
5.    Afturelding 25 6 8 11 35 - 44 -9 26
6.    KR 25 6 7 12 48 - 60 -12 25
Athugasemdir
banner
banner