Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Býst við öllum heilum nema einum - „Núna er þeirra að sanna sig"
KA ætlar sér að vinna efri hlutann.
KA ætlar sér að vinna efri hlutann.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mikael Breki glímir við meiðsli.
Mikael Breki glímir við meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA heimsækir Aftureldingu á sunnudag í 24. umferð Bestu deildarinnar, annarri umferð neðri hluta deildarinnar. KA er í 7. sæti en Afturelding er í botnsætinu. Leikurinn fer fram á Malbikstöðinni að Varmá og hefst klukkan 16:00.

Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, í aðdraganda leiksins.

Í síðasta leik, gegn KR, vann KA endurkomusigur en tveir leikmenn fóru af velli vegna meiðsla. Það voru þeir Steinþór Már Auðunsson og Bjarni Aðalsteinsson. Guðjón Ernir Hrafnkelsson var ekki með og ekki heldur hinn efnilegi Mikael Breki Þórðarson.

KA endurheimtir Ívar Örn Árnason og Birgi Baldvinsson úr leikbanni en Marcel Römer tekur út leikbann í Mosó. Haddi býst við öllum heilum um helgina fyrir utan Mikael Breka.

„Markmiðið okkar núna er að vinna neðri helminginn og halda áfram góðri spilamennsku. Við erum á þeim stað sem við viljum vera á varðandi spilamennskuna og höfum verið það síðustu 15-16 leiki," segir Haddi. KA hefur verið á mjög fínu skriði en byrjun mótsins gerði það að verkum að staðan var nokkuð slæm um miðbik móts.

Ungir leikmenn fá áfram tækifæri
Það hefur verið talað um að KA sé með gamalt lið, reynslumikið og fáir ungir að fá sénsa. Í síðustu leikjum hafa ungir leikmenn fengið fleiri mínútur.

Mikael Breki átti flottan kafla í liðinu í síðasta mánuði en er eins og fyrr segir meiddur þessa stundina. Ingimar Stöle hefur spilað virkilega vel að undanförnu og eignað sér sæti í byrjunarliðinu. Valdimar Logi Sævarsson og Snorri Kristinsson hafa komið við sögu og Haddi hrósar sérstaklega Markúsi Mána Péturssyni sem kom inn á í hálfleik gegn KR. Seinni hálfleikurinn hjá KA var mjög góður. Haddi segir að ungir leikmenn munu halda áfram að fá sénsa á lokakaflanum.

„Þeir munu fá tækifæri og núna er það þeirra að sanna sig og þrýsta á að fá fleiri mínútur. Þeir sem hafa komið inn að undanförnu hafa verið flottir, t.d. Markús sem var frábær í seinni hálfleik gegn KR," segir Haddi.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 23 9 5 9 33 - 41 -8 32
2.    ÍBV 23 8 6 9 25 - 29 -4 30
3.    Vestri 23 8 3 12 23 - 32 -9 27
4.    ÍA 23 8 1 14 30 - 43 -13 25
5.    KR 23 6 6 11 44 - 55 -11 24
6.    Afturelding 23 5 7 11 30 - 40 -10 22
Athugasemdir
banner
banner