Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, er með lausan samning eins og Fótbolti.net greindi frá fyrr í dag.
Í samtali við Fótbolta.net staðfestir Haddi að hann sé í viðræðum við KA um framhaldið.
Í samtali við Fótbolta.net staðfestir Haddi að hann sé í viðræðum við KA um framhaldið.
Haddi hefur verið aðalþjálfari KA frá haustinu 2022, tók við liðinu í 3. sæti, tók við af Arnari Grétarssyni eftir að hafa verið aðstoðarmaður hans, og endaði í 2. sæti.
Tímabilið 2023 endaði liðið í 7. sæti, fór í bikarúrslit og tvær umferðir áfram í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Á síðasta ári vann liðið bikarinn og endaði aftur í 7. sæti.
Liðið er sem stendur í 7. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir og á mjög góðu skriði eftir erfiða byrjun. KA sýndi öfluga frammistöðu gegn Silkeborg í forkeppni Sambandsdeildarinnar en tapaði eftir framlengingu.
Athugasemdir