Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   mið 24. september 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
„Hefur mikla þýðingu ef Scholes segir það“
Pedri er magnaður leikmaður.
Pedri er magnaður leikmaður.
Mynd: EPA
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, sagði á samfélagsmiðlum á dögunum að Pedri, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, væri orðinn uppáhalds leikmaðurinn sinn.

Scholes sagði síðar að Pedri, sem er 22 ára, væri eins og samblanda af Xavi og Iniesta,

„Sóknarmennirnir eru oft mest í sviðsljósinu en þegar leikmaður eins og Paul Scholes segir eitthvað þá hefur það mikla vigt. Hann var magnaður leikmaður og var einnig miðjumaður. Hann veit hvað hann er að tala um," segir Hansi Flick, stjóri Barcelona, um hrósið sem Scholes gaf Pedri.

Pedri er algjör lykilmaður hjá Börsungum og á fast sæti í byrjunarliði liðsins.
Athugasemdir