Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   mið 24. september 2025 11:18
Elvar Geir Magnússon
Liggur beint við að Isak byrji á laugardaginn
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Arne Slot hefur farið gætilega með spiltíma Alexander Isak síðan sænski sóknarmaðurinn var keyptur til Liverpool frá Newcastle. Hann hefur byrjað tvo leiki; einn í Meistaradeildinni og svo lék hann fyrri hálfleikinn gegn Southampton í deildabikarnum.

Hann hefur aðeins leikið einn leik í ensku úrvalsdeildinni, hann kom af bekknum á 67. mínútu í 2-1 sigrinum gegn Everton um síðustu helgi.

Að hann hafi spilað hálfleik í gær gefur vísbendingar um að Slot sé að horfa til þess að gefa honum meiri spiltíma í útileiknum gegn Crystal Palace á laugardaginn.

Isak skoraði í gær og fékk mjög gott færi snemma leiks en skaut þá beint á markvörðinn.

Hugo Ekitike fékk umtalað rautt spjald í leiknum í gær, seinna gula fyrir að fara úr treyjunni. Hann tekur út bann gegn Palace og því liggur beint við að Isak komi inn.

Sjálfur segist Isak klár í að byrja.

„Mér líður vel, ég er að komast í betra form með hverjum leik. Mér líður eins og ég geti gert góða hluti um helgina," sagði Isak.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner