Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 24. október 2020 14:51
Aksentije Milisic
Ítalía: Sampdoria með öflugan útisigur á Atalanta
Mynd: Getty Images
Atalanta 1 - 3 Sampdoria
0-1 Fabio Quagliarella ('13 )
0-1 Fabio Quagliarella ('45 , Misnotað víti)
0-2 Morten Thorsby ('59 )
1-2 Duvan Zapata ('80 , víti)
1-3 Jakub Jankto ('90 )

Fyrsta leik dagsins í ítalska boltanum er lokið en Atalanta fékk lið Sampdoria í heimsókn í fimmtu umferð deildarinnar.

Gestirnir byrjuðu leikinn betur og var það gamla brýnið Fabio Quagliarella sem skorað á 13. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Sampdoria vítaspyrnu. Dómarinn notaði þá VAR-skjáinn góða og sá þar að varnarmaður Atalanta handlék knöttinn.

Fabio Quagliarella steig á punktinn og skaut föstu skoti sem Marco Sportiello varði hins vegar mjög vel. Staðan var 1-0 í hálfleik og gestirnir tvöfölduðu forystuna á 59. mínútu þegar Morten Thorsby.

Heimamenn gáfstu ekki upp og Duvan Zapata skoraði úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Atalanta sótti mikið en Sampdoria náði góðri skyndisókn á 92. mínútu. Keita Balde lagði boltann þá á sem kláraði leikinn og lokastaðan 1-3.

Atalanta er í þriðja sæti deildarinnar og Sampdoria í því fjórða.
Athugasemdir
banner
banner
banner