Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 24. október 2020 07:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Logi Ólafs og íslenski boltinn á X977 í dag
Logi Ólafsson er gestur þáttarins.
Logi Ólafsson er gestur þáttarins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir og Tómas Þór sameinast á ný í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag milli 12 og 14 og gleðin verður allsráðandi.

Í upphafi þáttar verður rætt um áætlunina um að klára Íslandsmótið og skoðað hvað verður í húfi á lokasprettinum.

Gestur þáttarins er enginn annar en Logi Ólafsson, þjálfari FH. Rætt verður við Loga um íslenska boltann og endurkomu hans í þjálfun.

Arnar Sveinn Geirsson forseti Leikmannasamtakana verður á línunni.

Þetta og ýmislegt fleira á X977 milli 12 og 14 á morgun.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner