Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. október 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Brasilíu: Ef bíll er með fimm gíra þá er Vinicius með sex eða sjö
Vinicius Junior skoraði í Meistaradeildinni á dögunum
Vinicius Junior skoraði í Meistaradeildinni á dögunum
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Vinicius Junior fékk loks kallið í landsliðið en það er rúmlega ár síðan hann spilaði síðast fyrir Brasilíu.

Vinicius er 20 ára gamall og hefur gert 12 mörk í 74 leikjum með Real Madrid frá því hann kom frá Flamengo fyrir tveimur árum.

Hann hefur farið þessa leiktíð feykivel af stað og gert þrjú mörk í fimm leikjum en Tite, þjálfari brasilíska landsliðsins, ákvað að velja hann í hópinn fyrir landsleikina gegn Venesúela og Úrúgvæ í nóvember.

Vinicius kemur inn á kostnað Rodrygo, sem spilar með honum hjá Real Madrid.

„Hann er opinn leikmaður sem gefur breidd, öðruvísi möguleika og er góður einn á einn. Líkamlega er hann með ótrúlega kosti," sagði Tite.

„Ef að venjulegur bíll er með fimm gíra þá er hann með sex eða sjö. Aflið, hraðinn og þegar hann mætir mönnum einn á einn er mjög áhrifamikið, sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner