Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 24. október 2021 14:22
Brynjar Ingi Erluson
Gavi yngstur á þessari öld til að byrja í El Clasico
Mynd: EPA
Hinn 17 ára gamli Gavi er í byrjunarliði Barcelona gegn Real Madrid sem eigast við í spænsku deildinni á Nou Camp í dag. Hann er yngsti leikmaðurinn til að byrja leik í El Clasico á þessari öld.

Gavi hefur átt ótrúlega byrjun á þessu tímabili. Hann vann sér sæti í hópnum hjá Börsungum og var þá valinn í spænska landsliðið þar sem hann fór strax inn í byrjunarliðið í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.

Hann er nú yngsti leikmaðurinn á 21. öldinni til að byrja í El Clasico en leikurinn hófst klukkan 14:15.

Barcelona: Ter Stegen, Mingueza, Pique, Garcia, Alba, Dest, Busquets, Gavi, de Jong, Fati, Memphis.

Real Madrid: Courtois, Vazquez, Militao, Alaba, Mendy, Casemiro, Kroos, Modric, Vinicius, Benzema, Rodrygo.
Athugasemdir
banner
banner