Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. nóvember 2020 16:38
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Rennes og Chelsea: Thiago Silva byrjar
Kai Havertz og Tammy Abraham.
Kai Havertz og Tammy Abraham.
Mynd: Getty Images
Klukkan 17:55 hefst leikur Rennes og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en leikurinn fer fram í Frakklandi.

Chelsea er á toppi E-riðils ásamt Sevilla en liðin eru með sjö stig hvort, Rennes og Krasnodar eru með eitt stig.

Kai Havertz snýr aftur hjá Chelsea en hann er laus úr einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 veirunni. Hann byrjar á bekknum.

Varnarmaðurinn reynslumikli Thiago Silva er í byrjunarliði Chelsea en hann var hvíldur í sigurleiknum gegn Newcastle um síðustu helgi. Edouard Mendy ver mark Chelsea gegn sínu gamla félagi.

Hjá Rennes tekur Dalbert út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald þegar liðin áttust við á Stamford Bridge. Chelsea vann þá sannfærandi 3-0 sigur.

Byrjunarlið Rennes: Gomis; Traoré, Da Silva, Nyamsi, Truffert; Camavinga, Nzonzi, Lea Siliki; Bourigeaud, Doku; Guirassy.

Byrjunarlið Chelsea: Mendy; Azpilicueta, Thiago Silva, Zouma, Chilwell; Kovacic, Jorginho, Mount; Werner, Abraham, Hudson-Odoi.

(Varamenn: Kepa, Caballero, Rudiger, Christensen, Tomori, Emerson, Alonso, James, Kante, Giroud, Ziyech, Havertz)

Leikir dagsins:

F-riðill
20:00 Lazio - Zenit
20:00 Dortmund - Club Brugge

E-riðill
17:55 Rennes - Chelsea
17:55 FK Krasnodar - Sevilla

G-riðill
20:00 Juventus - Ferencvaros
20:00 Dynamo K. - Barcelona

H-riðill
20:00 Man Utd - Istanbul Basaksehir
20:00 PSG - RB Leipzig


Athugasemdir
banner
banner
banner