Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. nóvember 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Bournemouth og Norwich að gera gott mót
Pukki skoraði tvennu fyrir Norwich.
Pukki skoraði tvennu fyrir Norwich.
Mynd: Getty Images
Norwich og Bournemouth, tvö lið sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, eru að gera gott mót í Championship-deildinni.

Þessi tvö lið sitja í tveimur efstu sætum deildarinnar og þau unnu bæði sína leiki í kvöld. Junior Stanislas sá um Nottingham Forest fyrir Bournemouth á meðan Norwich vann 3-2 útisigur á Stoke. Teemu Pukki skoraði tvennu fyrir Norwich.

Norwich situr á toppnum með 27 stig og Bournemouth er í öðru sæti með 26 stig.

Á hinum enda töflunnar færist Wycombe Wanderers nær því að komast upp úr fallsæti eftir markalaust jafntefli við Huddersfield í kvöld.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara kvöldsins og þar fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni. Það gæti tekið einhvern tíma fyrir töfluna að uppfæra sig.

Bournemouth 2 - 0 Nott. Forest
1-0 Junior Stanislas ('3 )
2-0 Junior Stanislas ('51 , víti)

Barnsley 0 - 1 Brentford
0-1 Ivan Toney ('66 )

Luton 1 - 1 Birmingham
0-1 Lucas Jutkiewicz ('23 )
1-1 Matty Pearson ('37 )

Preston NE 0 - 3 Blackburn
0-1 Adam Armstrong ('45 , víti)
0-2 Ben Brereton ('53 )
0-3 Tyrhys Dolan ('76 )
Rautt spjald: Joe Rafferty, Preston NE ('45)

QPR 3 - 2 Rotherham
1-0 Ilias Chair ('20 )
1-1 Michael Smith ('38 )
2-1 Bright Osayi-Samuel ('45 )
3-1 Lyndon Dykes ('45 , víti)
3-2 Freddie Ladapo ('84 )

Stoke City 2 - 3 Norwich
0-1 Emiliano Buendia ('18 )
0-2 Teemu Pukki ('27 )
0-3 Teemu Pukki ('58 )
1-3 Tyrese Campbell ('70 )
2-3 Nathan Collins ('79 )
Rautt spjald: Emiliano Buendia, Norwich ('69)

Wycombe Wanderers 0 - 0 Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner