Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. nóvember 2021 12:40
Elvar Geir Magnússon
Víkingur og KA taka þátt í skandinavísku móti í lok janúar
Leikmenn Víkings fagna.
Leikmenn Víkings fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslands- og bikarmeistarar Víkings munu ásamt KA taka þátt í skandinavísku æfingamóti, Scandinavian League, sem fram fer á Alicante á Spáni 24. janúar til 5. febrúar.

Tólf lið munu taka þátt í mótinu sem er skipt í þrjá riðla með fjórum liðum í hverjum riðli.

Með Víkingum í A-riðli eru sænska úrvalsdeildarliðið Mjällby, finnska úrvalsdeildarliðið FC Lahti og norska B-deildarliðið FK Jerv.

KA mun leika í C-riðli og hefur leik þann 26. janúar með leik gegn norska liðinu Start. Því næst er leikið gegn finnsku meisturunum HJK Helsinki 29. janúar og loks gegn þriðja skandinavíska liðinu þann 1. febrúar. KA hefur ekki fengið staðfestingu á síðasta liðinu.

Í kjölfarið verður svo leikið til undanúrslita og úrslita á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner