Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 24. nóvember 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dirk Kuyt rekinn frá Den Haag (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool, var í dag rekinn frá Ado Den Haag í Hollandi þar sem hann hefur verið aðalþjálfari.

Kuyt var ráðinn fyrir tæpu hálfu ári, fyrir 176 dögum síðan. Gengi Den Haag hefur ekki verið gott í hollensku B-deildinni, liðið hefur aldrei byrjað verr.

Fyrstu þrír leikirnir töpuðust, svo komu fjórir sigrar í átta leikjum en þá tók við fimm leikja hrina þar sem enginn leikur vannst og þá var rifið í gikkinn. Den Haag er í sautjánda sæti. Liðið féll niður í B-deildina vorið 2021 og var nálægt því að fara upp á síðasta tímabili.

Alls vann Kuyt einungis fjóra leiki af sextán sem aðalþjálfari Den Haag og er liðið sem stendur í 17. sæti í 20 liða deild. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hver tekur við liðinu.

Á sínum tíma varð hann deildabikarmeistari með Liverpool og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2007.
Athugasemdir
banner
banner
banner