Miðjumaðurinn Vicente Valor hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR en hann kemur til félagsins frá ÍBV. Hann er þriðji leikmaðurinn sem KR semur við í dag.
Vicente er 26 ára gamall Spánverji sem kom til ÍBV frá Bandaríkjunum fyrir síðasta tímabil.
Hann skoraði 8 mörk í 20 leikjum er ÍBV vann Lengjudeildina í ár og var valinn í úrvalslið ársins hér á Fótbolta.net.
Spánverjinn yfirgaf Eyjamenn eftir tímabilið og hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við KR.
Þetta er þriðji leikmaðurinn sem KR semur við í dag en Atli Hrafn Andrason og Eiður Gauti Sæbjörnsson voru báðir tilkynntir á samfélagsmiðlum félagsins.
Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið duglegur að sækja leikmenn frá því að hann tók við sem yfirmaður fótboltamála hjá KR í sumar. Óskar hefur frá því í ágúst bæði sinnt starfi þjálfara KR liðsins samhliða því að vera yfirmaður fótboltamála.
Athugasemdir