Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 24. nóvember 2025 23:55
Ívan Guðjón Baldursson
Gueye baðst afsökunar: Endurspeglar ekki gildin mín
Mynd: EPA
Idrissa Gana Gueye var fljótur að birta afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir að hafa slegið liðsfélaga sinn Michael Keane utanundir í sigri gegn Manchester United fyrr í kvöld.

Tíu leikmenn Everton gerðu frábærlega að sækja sér sigur á Old Trafford verandi leikmanni færri, en Gueye var rekinn af velli eftir þrettán mínútna leik.

Gueye var pirraður út í Keane eftir misheppnaða sendingu í eigin vítateig. Það var augljós misskilningur sem átti sér stað á milli leikmanna og gáfu þeir andstæðingum sínum þannig marktækifæri. Eftir að marktilraunin hafnaði framhjá markinu ákvað Gueye að láta Keane heyra það.

Keane var ekki sáttur og fór að rífast við samherja sinn, í þeim rifrildum tók Gueye til handalögmála og var þess vegna rekinn útaf.

„Ég vil fyrst og fremst biðja liðsfélaga minn Michael Keane afsökunar. Ég tek fulla ábyrgð á mínum viðbrögðum og ég er búinn að biðja alla hjá Everton fyrirgefningar á þessu atviki," skrifaði Gueye á samfélagsmiðla.

„Það sem gerðist endurspeglar ekki hver ég er eða gildin sem ég stend fyrir. Tilfinningar geta borið mann ofurliði en það er ekkert sem afsakar þessa hegðun hjá mér. Ég mun sjá til þess að þetta gerist aldrei aftur."

   24.11.2025 23:26
Moyes ósáttur með rauða spjaldið: Ég vil sjá leikmenn rífast

Athugasemdir
banner
banner
banner