Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 24. nóvember 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Óánægður með læknateymi Barcelona
Lamine Yamal.
Lamine Yamal.
Mynd: EPA
The Athletic segir að Lamine Yamal hafi kvartað til Barcelona og sé ósáttur með það hvernig læknateymi félagsins hefur höndlað meiðsli hans á tímabilinu.

Yamal er ósáttur við endurhæfingarferlið en þessi 18 ára leikmaður meiddist í nára í september og meiðslin verið að plaga hann undanfarna þrjá mánuði. Hann nálgast endurkomu.

Eftir að hann missti af fimm leikjum þá spilaði hann tvo leiki en meiðslin tóku sig upp aftur. Hann hefur misst af fjórum síðustu leikjum spænska landsliðsins og það hefur skapað ólgu milli spænska fótboltasambandsins og Barcelona.

Yamal ætti að geta spilað gegn Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner