Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 24. desember 2020 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert kom aftur inn í hópinn en fékk ekki að spila
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson sneri aftur í leikmannahóp AZ Alkmaar í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni.

Albert sat hins vegar allan tímann á bekknum og kom ekkert við sögu í leiknum.

Albert var látinn æfa með varaliðinu í síðustu viku og var ekki í hóp í leik gegn Willem II í hollensku deildinni um síðustu helgi. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekkert fengið að spila hjá bráðabirgðaþjálfara AZ, Pascal Jansen.

Fram hefur komið í hollenskum fjölmiðlum að Jansen sé ekkert sérlega ánægður með hugarfar Alberts.

Pascal Jansen tók við til bráðabirgða eftir að Arne Slot var rekinn á dögunum en hann hafði verið hans aðstoðarmaður. Það er vonandi að Albert komi sér aftur inn í liðið sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner