Stjarnan er að fá liðsstyrk fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild kvenna því miðjumaðurinn Heiða Ragney Viðarsdóttir er að ganga í raðir félagsins samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Heiða er 25 ára gömul og leikur oftast sem djúpur miðjumaður.
Heiða er 25 ára gömul og leikur oftast sem djúpur miðjumaður.
Hún býr yfir mikilli reynslu og hefur leikið 91 leik fyrir Þór/KA í deild, bikar og meistarakeppni KSÍ.
Hún var eftir síðasta tímabil nefnd sem ein af fimm vanmetnustu leikmönnum deildarinnar í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn.
„Gríðarlega mikilvæg fyrir Þór/KA. Hún er ásamt Örnu Sif að draga vagninn fyrir norðan. Leikmaður sem er fædd 1995 en hún spilaði ekki fótbolta á Íslandi 2017 (var í Bandarikjunum), spilaði lítið 2016 og 2018 vegna meiðsla. Mér finnst hún hafa stigið mjög vel inn í þetta hjá Þór/KA og ég heyri ekki marga hrósa henni fyrir sinn leik í sumar," var sagt um Heiðu.
Á síðasta tímabili lék Heiða mjög vel, lék alla leiki Þór/KA í deildinni þegar liðið endaði í 7. sæti.
Athugasemdir