Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. janúar 2022 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Sjötti stjórinn síðan Watford hélt síðast hreinu í úrvalsdeildinni
Watford hélt síðast hreinu gegn Liverpool í 3-0 sigri í febrúar árið 2020
Watford hélt síðast hreinu gegn Liverpool í 3-0 sigri í febrúar árið 2020
Mynd: EPA
Roy Hodgson var staðfestur sem nýr stjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Watford í kvöld en Richard Jolly hjá Guardian birtir áhugaverða staðreynd á samfélagsmiðlum.

Claudio Ranieri var rekinn á dögunum eftir aðeins þrjá mánuði í starfi en Watford situr í 19. sæti deildarinnar með aðeins 14 stig.

Varnarleikur Watford hefur verið arfaslakur og var það sömuleiðis er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum.

Það eru tæp tvö ár síðan Watford hélt síðast hreinu í úrvalsdeildinni en það var í sögulegum 3-0 sigri á Liverpool. Watford eyðilagði þar sigurhrinu liðsins í deildinni en það hafði ekki tapað í 44 leikjum í röð.

Síðan þá hefur Watford ekki tekist að halda hreinu og er Hodgson nú sjötti stjórinn sem tekur við liðinu frá febrúar 2020. Nigel Pearson, Hayden Mullins, Xisco Munoz og Ranieri stýrðu leikjum í úrvalsdeildinni en Vladimir Ivic þjálfaði liðið fyrri hlutann í B-deildinni á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner