Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   mið 25. janúar 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lék með ÍA í fyrra en er nú orðinn liðsstjóri hjá liði Willums
Wout Droste
Wout Droste
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hollendingurinn Wout Droste kom til Íslands um mitt suma 2021 og lék með ÍA út síðasta tímabil. Wout hefur nú lagt skóna á hilluna og hefur hafið störf hjá Go Ahead Eagles í heimalandinu.

Hann glímdi talsvert við meiðsli á síðasta tímabili og kom einungis við sögu í sjö deildarleikjum eftri að hafa leikið níu deildarleiki seinni hluta tímabilsins 2021.

Wout er fyrrum leikmaður Go Ahead Eagles, var á mála þar á árunum 2008-2010 og aftur 2019-21 áður en hann fór í ÍA.

Hjá Go Ahead Eagles er hann nú liðsstjóri, tók við af hinum 75 ára gamla Adrie Steenbergen sem hafði verið liðsstjóri í 32 ár.

Ernirnir eru í efstu deild í Hollandi og er Willum Þór Willumsson leikmaður félagsins. Liðið er í 10. sæti Eredivisie og hefur Willum verið í lykilhlutverki hjá félaginu eftir komuna frá Bate Borisov síðasta sumar.
Athugasemdir