Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. febrúar 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höskuld dreymir um að fara aftur út - Stefnir í grænt sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var til viðtals í hlaðvarpsþættinum FantasyGandalf í dag. Höskuldur er 26 ára og ræddi hann um atvinnumennskuna, bróðurmissinn og Breiðablik almennt.

„Ég stefni alveg á það að fara aftur út, stefni þangað og geri allt sem ég get til að komast þangað. Ég myndi segja að það væri draumurinn en að því sögðu þá væri ég ekki að fara út til þess að fara út," sagði Höskuldur.

Hann kom inn á tíma sinn hjá Halmstad, þar hafi sér persónulega gengið mjög vel, þar til vel var liðið á tímabilið 2018 þegar hann meiddist.

„Ég fór úr því að verða algjör lykilleikmaður sem spilaði allar mínútur fyrir þjálfarann, fram að sumarhléinu 2018, í það að vera ónotaður í sex leikjum í byrjun tímabils 2019, liðið að skíttapa og þá fór ég á láni heim til Breiðabliks. Stefnan var að fara aftur út, hvort sem það var til Halmstad eða einhvert annað, og það stóð til boða."

„Ég dýrka Halmstad og allt fólkið í bænum, ég lenti í bróðurmissi (2019) og vildi því vera áfram heima á Íslandi."


Höskuldur sagði að leiðirnar hefðu í raun verið tvær eftir missinn, annað hvort svartnætti og volæði eða haldið áfram veginn.

„Mér fannst það einhvern veginn eina leiðin mín og fótboltinn var í raun remedían mín til að vinna úr þessu, þó maður vinni aldrei alveg úr þessu. Fótboltinn er ákveðin festa þegar kippt er undan manni fótunum og maður splundrast í milljón parta. Hann var reipi til að halda í og festa í lífinu. Fyrsta árið var mjög erfitt og maður er í sífellu í einhvers konar 'hide or flight' gír, eins og maður sé í einverju stríði tilfinningalega."

„Ég áttaði mig á því, eftir smá tíma, að ég þyrfti að tala um þetta við fagaðila, viðurkenna fyrir sjálfum mér að maður þarf á aðstoð að halda."


Stefnir í að þetta verði grænt sumar
Höskuldur var næst leiddur inn á komandi tímabil með Breiðabliki. „Síðasta tímabil var hellað álag, burtséð frá stoppi og starti, þá var í persónulega lífinu svolítið mikið álag. Ég finn fyrir extra miklu hungri og finn það á þessum leikjum sem eru núna og inn á æfingasvæðinu, maður finnur að maður er alveg 100%. Mér sýnist það stefna í það að þetta verði grænt sumar."

Mannlega stjórnunin á móti öllum smáatriðunum
Höskuldur var spurður út í muninn á Gústa Gylfa og Óskari Hrafni. Óskar tók við af Gústa eftir tímabilið 2019.

„Gústi er ótrúlegur í því að ná upp í stemningu í hópnu, þessi mannlega stjórnun. Persónugerðin hans er þannig að þú vilt hlaupa í gegnum vegg fyrir hann, það er svona hans helsta sem Gústi hefur. Á meðan Óskar grefur niður í nánast öll smáatriði, með alla tölfræði fyrir framan sig - örugglega einhver fullkomnunarárátta. Á meðan er Dóri (Halldór Árnason) mótvægið í því að þetta fari ekki út í algjörar öfgar."

Að lokum var Höskuldur spurður hvort Breiðablik verði Íslandsmeistari?

„Já, eigum við ekki að segja það."

Sjá einnig:
Hin hliðin - Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur í útvarpsþættinum Fótbolta.net (11. jan 2020)


Athugasemdir
banner
banner
banner