Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yaya Sanogo í Huddersfield (Staðfest)
Sanogo fagnar marki með Arsenal.
Sanogo fagnar marki með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Huddersfield, sem leikur í Championship-deildinni á Englandi, hefur samið við franska sóknarmanninn Yaya Sanogo um að leika með liðinu út leiktíðina.

Sanogo var án félags og því var honum frjálst að semja við Huddersfield utan félagaskiptagluggans.

Hinn 28 ára gamli Sanogo yfirgaf franska félagið Toulouse undir lok síðustu leiktíðar en þar spilaði hann frá 2017.

Sanogo er hávaxinn sóknarmaður sem þekkir enska boltann vel. Hann var á mála hjá Arsenal frá 2013 til 2017 þar sem hann kom við sögu í 20 keppnisleikjum með aðalliðinu og skoraði eitt mark.

Hann þarf að fara í sóttkví en mun koma til liðs við hópinn hjá Huddersfield seinna í þessari viku ef hann skilar neikvæðu kórónuveiruprófi. Huddersfield er í 19. sæti Championship-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner