Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 25. febrúar 2023 11:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Courtois hrósar Oblak fyrir Madridarslaginn

Real Madrid og Atletico Madrid mætast í stórleik dagsins í spænsku deildinni.


Real Madrid verður að vinna til að halda möguleikanum um spænska titlinum á lofti en Atletico fer upp í 3. sætið með sigri.

Tveir af betri markmönnum heims mætast í kvöld, þeir Thibaut Courtois og Jan Oblak. Courtois lék með Atletico á láni frá Chelsea frá 2011-2014 en Oblak tók svo við af honum þegar hann gekk til liðs við félagið frá Benfica.

Courtois tjáði sig um Oblak í aðdraganda leiksins í kvöld.

„Þar sem hann hjálpar Atletico mest er með fljótu viðbragði á línunni, hann er einn af þeim bestu í heimi í því," sagði Courtois.


Athugasemdir