Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. febrúar 2023 10:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Felix vill vera áfram hjá Chelsea - Messi á heimleið?
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Slúðurpakkinn er mættur, BBC tekur saman það helsta. Lionel Messi, Joao Felix, Sergio Ramos, Chris Smalling, Todd Boehly og fleiri koma við sögu.


Lionel Messi leikmaður PSG og argentíska landsliðsins íhugar að snúa aftur heim í uppeldisfélagið Newell's Old Boys. (UOL)

Joao Felix, 23, sóknarmaður Chelsea vill fara alfarið til félagsins frá Atletico Madrid í sumar. (Fijaches)

Arsenal er í viðræðum við William Saliba, 21, um nýjan samning. (Football Insider)

Al Nassr hefur haft samband við forráðamenn Sergio Ramos um möguleg félagsskipti á næsta tímabili. (Marca)

Nicolo Barella miðjumaður Inter er á óskalista Liverpool en njósnarar Liverpool hafa fylgst grannt með þessum 26 ára gamla leikmanni. (Gazzette dello Sport)

Liverpool hefur áhuga á Ryan Gravenberch, 20, miðjumanni Bayern Munchen og vilja að hann spili við hlið Jude Bellingham, 19. (Express)

Todd Boehly eigandi Chelsea íhugar að kaupa Ligue 1 liðið Strasbourg (L'Equipe)

Liverpool, Newcastle, Tottenham og West Ham eru meðal liða sem fylgjast með Anton Stach, 24, miðjumanni Mainz. (90min)

Samningur Marcus Thuram hjá Gladbach rennur út í sumar en Barcelona hefur boðist til að næla í leikmanninn. Atletico Madrid, Chelsea, INter Milan, Manchester United og PSG hafa einnig verið orðuð við þennan 25 ára gamla leikmann. (Mundo Deportivo)

Matheus Franca hefur skrifað undir nýjan samning við Flamengo en félagið hafnaði 17.5 milljón punda tilboði frá Newcastle í þennan 18 ára gamla miðjumann í janúar. (Sun)

Fulham, Everton, Leicester og West Ham hafa áhuga á Chris Smalling, 33, varnarmanni Roma. (90min)

Newcastle er að undirbúa tilboð í Max Kilman, 25, miðvörð Wolves. (Football Insider)

LA Galaxy hefur snúið sér að Andrey Santos miðjumanni Chelsea eftir að lánsdíllinn við Palmeiras hrundi. (Goal)

Brasilíska landsliðið gæti ráðið Luis Enrique fyrrum stjóra spænska landsliðsins og Barcelona í stað Carlo Ancelotti stjóra Real Madrid. (Fijaches)

Nuno Tavares, 23, segir að hann muni snúa aftur til Arsenal þegar láninu hans lýkur hjá Marseille. (Goal)


Athugasemdir
banner
banner