Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 25. febrúar 2023 14:54
Elvar Geir Magnússon
Jón Rúnar getur setið stjórnarfundi KSÍ
Jón Rúnar á vellinum.
Jón Rúnar á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ársþing KSÍ stendur nú yfir á Ísafirði.

ÍTF lagði fram að varaformaður ÍTF gæti tekið sæti formanns ÍTF á fundum stjórnar KSÍ. Formaður ÍTF hefur fengið sæti í stjórn KSÍ en þegar Orri Hlöðversson, sitjandi formaður, hefur ekki komist á stjórnarfundi þá hefur hingað til ekki mátt kalla inn varamann.

Tillagan um þessa breytingu var samþykkt á þinginu en vara­for­maður ÍTF var kjörinn á dögunum og er það Jón Rúnar Hall­dórs­son, fyrr­verandi for­maður knatt­spyrnu­deildar FH.

„Með þessari til­lögu er verið að bregðast við því að sam­þykktum ÍTF hefur verið breytt á þann veg að vara­for­maður ÍTF er kjörinn sér­stak­lega og er stað­gengill formanns ef for­maður er for­falla­ður. Þegar komið hefur fyrir að for­maður ÍTF hefur ekki komist á fundi stjórnar hefur ekki verið heimild til þess að inn sé kallaður sér­stakur vara­full­trúi fyrir hönd sam­takanna. Eðli­legt er að á­kvæðinu sé breytt þannig að full­trúi ÍTF hafi á­vallt tæki­færi til þess að vera á fundum stjórnar KSÍ og því er breytinga­til­lagan lögð fram. Eftir sem áður er á­kvæði um að við­komandi aðili þurfi að vera sér­stak­lega kjörinn á aðal­fundi ÍTF líkt og gildir með for­manninn," sagði í breytingar­til­lögu ÍTF, sem var samþykkt eins og áður sagði.
Athugasemdir
banner