Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 25. febrúar 2023 15:03
Elvar Geir Magnússon
Kjörtímabil formanns KSÍ áfram tvö ár
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tillaga frá stjórn KSÍ um að lengja kjörtímabil formanns úr tveimur árum í fjögur var felld á ársþingi KSÍ í dag

35 kusu reyndar með tillögunni á meðan 34 höfnuðu henni en breytingin hefði þurft 2/3 atkvæða til að vera samþykkt.

Starfshópur sem var stofnaður um stjórnskipulag KSÍ lagði breytinguna til en Vanda, sem er sitjandi formaður KSÍ, var sjálf í starfshópnum.

Formaður má mest sitja í tólf ár en á fundinum var samþykkt að stjórnarmenn mættu mest sitja í tíu kjörtímabil. Hvert kjörtímabil formanns er tvö ár, rétt eins og hjá formanni.

„Það tekur tíma að breyta málum og koma sér inn í hlutina. Það eru langflestir með fjögur ár út af því. Stjórnmálin eru með fjögur ár, ÍSÍ er með fjögur ár og önnur sérsambönd sem ég hef kynnt mér eru með fjögur ár. Flestallir innan UEFA eru með fjögur ár. Razvan Burleanu hjá rúmenska sambandinu sagði við mig að 50 af 55 hjá UEFA væru með fjögur ár en ég þori ekki að fullyrða um það," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir í vikunni um þá tillögu að lengja kjörtímabil formanns.
Athugasemdir
banner
banner
banner