
Keflavík 0-2 ÍBV
0-1 Krístín Erna Sigurlásdóttir ('25 )
0-2 Selma Björt Sigursveinsdóttir ('49 )
Keflavík og ÍBV áttust við í riðli tvö í Lengjubikar kvenna en þetta var fyrsti leikur ÍBV á mótinu á meðan Keflavík var að spila sinn annan leik.
ÍBV komst yfir þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði. Vera Varis markvörður Keflavík kom langt út á móti henni en Kristín náði að setja boltann í netið úr þröngu færi.
Staðan var 1-0 í hálfleik en Selma Björt Sigursveinsdóttir skoraði sigurmark ÍBV í þeim síðari þegar hún náði frákastinu eftir skot Olga Sevcova sem Vera Varis varði í slána.
Athugasemdir