Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 25. febrúar 2023 11:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville: Neves getur spilað með hvaða liði sem er

Gary Neville var hrifinn af frammistöðu Ruben Neves miðjumanns Wolves í leik liðsins gegn Fulham í gær.


Þessi 25 ára gamli miðjumaður hefur verið hjá Wolves frá 2017 þegar hann gekk til liðs við félagið frá Porto en hann hefur verið orðaður við mörg af stærstu félögum Evrópu undanfarin ár.

Neville hefur trú á því að portúgalski miðjumaðurinn gæti plummað sig vel í hvaða liði sem er.

„Hann hefur verið lengi hjá Wolves. Ég trúi því í alvöru að Ruben Neves geti verið inn á hvaða miðju sem er í Evrópu, í hvaða liði sem er og í hvaða deild sem er og liðið vel," sagði Neville.


Athugasemdir