Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 25. febrúar 2023 13:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Telur að Leeds hafi náð í rétta manninn
Mynd: Getty Images

Javi Gracia er tekinn við Leeds en hann mun stýra liðinu í sínum fyrsta leik gegn Southampton í sannkölluðum sex stiga leik.


Clinton Morrison hjá Sky Sports hefur trú á Gracia en segir að leikmenn þurfi að venjast allt öðruvísi fótbolta en þeir eru vanir að spila.

„Watford stuðningsmenn voru ekki sáttir þegar hann fór. Ég held að þetta sé góð ráðnin, hann mun gera vel. Þeir hafa ekki mikinn tíma, þetta er risa leikur sem þeir verða að vinna, sex stiga leikur. Leikstíllinn er allt öðruvísi, hann vill spila frá markmanni og það er hægt, leikmenn Leeds eru vanir að pressa og spila hratt," sagði Morrison.

„Ég held að þeir hafi fengið rétta manninn. Þeir verða að taka þrjú stig í dag."


Athugasemdir
banner
banner