Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. febrúar 2023 15:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vonast til að Fati verði klár fyrir El Clasico
Mynd: Getty Images

Barcelona greindi frá því að Ansu Fati hafi meiðst á hné á æfingu liðsins í gær en Xavi hefur nú tjáð sig um meiðslin.


Fati er aðeins tvítugur en hann á langa og erfiða meiðslasögu að baki. Hann var mikið frá á síðustu leiktíð og spilaði aðeins 15 leiki í öllum keppnum.

„Við vonum að Fati verði klár fyrir El Clasico á fimmtudaginn," sagði Xavi.

Það eru hins vegar góðar fréttir fyrir Barcelona að Ousmane Dembele er að snúa aftur eftir að hafa misst af síðustu sex leikjum vegna meiðsla.

„Hann lítur vel út, hann er ekki alveg 100% klár strax. Hann er við það að byrja æfa með liðinu afutr svo þetta fer eftir bataferlinu. VIð treystum hans innsæi, hann er í góðulagi og það er mikilvægt," sagði Xavi.


Athugasemdir
banner
banner