PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   sun 25. febrúar 2024 14:06
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Chelsea og Liverpool: Salah, Szoboszlai og Nunez ekki með
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Úrslitaleikur enska deildabikarsins fer fram klukkan 15 en þá mætast Chelsea og Liverpool á Wembley í London.


Liverpool lagði Fulham að velli í undanúrslitunum á meðan Chelsea vann Championship liðið Middlesbrough. Liverpool og Chelsea áttust við í úrslitaleik deildabikarsins fyrir tveimur árum síðan og þá vann Liverpool eftir vítaspyrnukeppni.

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, gerir enga breytingu frá jafnteflisleiknum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir tvær breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn Luton í miðri viku. Ibrahima Konate og Andy Robertson koma inn fyrir þá Jarrell Quansah og Joe Gomez.

Mohamed Salah, Dominik Szoboszlai og Darwin Nunez eru ekki í leikmannahópi Liverpool í dag vegna meiðsla og þá er Trent Alexander-Arnold einnig frá.

Chelsea: Petrovic, Gusto, Disasi, Colwill, Chilwell, Caicedo, Enzo, Gallagher, Palmer, Jackson, Sterling.
(Varamenn: Sanchez, Bettinelli, Chalobah, Gee, Gilchrist, Tauriaien, Madueke, Mudryk, Nkunku)

Liverpool: Kelleher, Bradley, Konate, Van Dijk, Robertson; Endo, Mac Allister, Gravenberch; Elliott, Gakpo, Diaz.
(Varamenn: Adrian, Gomez, Tsimikas, Clark, McConnell, Koumas, Danns, Quansah, Nyoni)


Athugasemdir
banner
banner