Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 25. mars 2021 11:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Ósáttur að vera ekki í hópnum en horfir til næstu undankeppni
Icelandair
Auðvitað finnst mér ég vera nægilega góður til að vera í þessum hóp
Auðvitað finnst mér ég vera nægilega góður til að vera í þessum hóp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég á það mikið af góðum vinum þarna að maður heldur klárlega með þeim.
Ég á það mikið af góðum vinum þarna að maður heldur klárlega með þeim.
Mynd: Aðsend
Ágúst og Alfons Sampsted á æfingu fyrir leikina í október
Ágúst og Alfons Sampsted á æfingu fyrir leikina í október
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson var valinn í október hóp U21 árs landsliðsins í fyrra. Hann kom við sögu í leiknum gegn Lúxemborg ytra og sat á bekknum gegn Svíþjóð heima. Ágúst hefur alls tekið þátt í þremur leikjum með U21. Hann var ekki valinn í hópinn sem fór til Ungverjalands.

Ágúst var einn af þeim sem fréttaritari taldi einna næst því að taka þátt í ævintýrinu í Ungverjalandi sem hefst í dag. Fyrsti leikur U21 árs landsliðsins er í dag gegn Rússlandi og hefst hann klukkan 17:00 á íslenskum tíma. Fótbolti.net verður á staðnum og verður leikurinn í beinni textalýsingu.

Fréttaritari heyrði í Ágústi í gærkvöldi og spurði hann út í ýmislegt, þar á meðal U21 landsliðið. Ágúst er fæddur árið 2000 og er því gjaldgengur í næstu undankeppni. Hann er í dag leikmaður Horsens en hefur einnig spilað með Þór, Breiðabliki, Norwich, Bröndby og Víkingi á sínum ferli.

„Ég er bara ferskur. Ég er bara heima í Danmörku að spila Call of Duty,“ sagði Ágúst við fréttaritara í gær.

Kom það þér á óvart að vera ekki valinn í lokahópinn?

„Já og nei, eins og undankeppnin var búin að vera þá reiknaði ég þannig séð ekkert með því að vera valinn. En miðað við þann stað sem ég er kominn á núna er ég ósáttur að vera ekki í hópnum. Því auðvitað finnst mér ég vera nægilega góður til að vera í þessum hóp.“

Finnst þér hafa verið mikill uppgangur hjá þér persónulega síðustu sex til tólf mánuði?

„Já, klárlega. Ég er kominn á flottan stað þó að liðinu hafi ekki gengið neitt brjálæðislega vel. Persónulega er ég búinn að taka gríðarlega miklum framförum hjá Horsens. Ég er búinn að spila níu leiki [byrjað þrjá þeirra] síðan ég kom í Superliguna sem er gríðarlegt stökk frá Pepsi Max-deildinni. Mér finnst fólk á Íslandi ekki gera sér grein fyrir hversu stór þessi deild er.“

Hvenær fór þig að gruna að þú yrðir ekki valinn?

„Ég heyrði ekkert frá neinum og þá fór mig að gruna þetta. Félagið fór svo að spyrja mig út í landsliðsmálinn og ég sagðist ekki vera búinn að heyra neitt, þá rann þetta upp fyrir manni. Svo var ég ekki í síðasta hópnum og mig grunaði að þeir sem voru þar yrðu valdir.“

Finnst þér skrítið að þeir sem eru [sem undirritaður telur vera] nálægt hópnum, séu ekki látnir vita og beðnir um að vera klárir eða slíkt?

„Jú, ég hefði alveg viljað heyra frá Davíð [Snorra Jónassyni, þjálfara U21] ef ég var nálægt þessu. Ef ég var ekkert í plönunum þá finnst mér fullkomlega eðlilegt að ekki var hringt í mig. Ef ég var nálægt þessu hefði ég viljað vita hvað ég gæti bætt og slíkt.“

Hvernig verður að horfa á fyrsta leik?

„Ég mun klárlega horfa og hugsa að ég vildi vera inn á vellinum eða í þessum hóp. Ég á það mikið af góðum vinum þarna að maður heldur klárlega með þeim og vona að þeir nái góðum úrslitum. Fyrst og fremst langar mig að vera þarna en ég hugsa að það muni koma ef ég held mínu striki. Vonandi verð ég í hópnum í næstu undankeppni og get hjálpað liðinu til að komast á sama stað.“

Er það klárt markmið hjá þér að vera í fyrsta hópnum hjá Davíð þegar næsta undankeppni fyrir EM byrjar?

„Já, 100%. Ég ætla mér klárlega að vera í liðinu í næstu undankeppni en reyni ekki að hugsa of mikið um það. Ég veit að þegar ég er kominn inn í byrjunarliðið hjá Horsens, sem gerist vonandi mjög fljótlega, þá vonandi er ég í landsliðinu í kjölfarið,“ sagði Ágúst um U21 árs landsliðið.

Nánar var rætt við Ágúst um Horsens, litla bróður og Kjartan Henry Finnbogason. Búast má við þeim svörum Ágústs inn á Fótbolta.net á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner