Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. mars 2021 10:35
Magnús Már Einarsson
Smit hjá Þjóðverjum - Leiknum við Ísland frestað?
Icelandair
Jonas Hofman (annar frá vinstri) með liðsfélögum sínum á æfingu þýska liðsins í gær.
Jonas Hofman (annar frá vinstri) með liðsfélögum sínum á æfingu þýska liðsins í gær.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þýska blaðið Bild greindi frá því nú rétt í þessu að kórónuveirusmit hafi komið upp í herbúðum þýska landsliðsins fyrir leikinn við Ísland í kvöld.

Jonas Hofmann, leikmaður Gladbach, ku hafa greinst smitaðir í kórónuveiruprófi sem leikmenn fóru í.

Leikmenn þýska landsliðsins eru nú í úrvinnslusóttkví inni á hótelherbergjum á meðan er verið að skoða stöðuna fyrir framhaldið.

Þýskaland á að mæta Íslandi í fyrsta leik í undankeppni HM klukkan 19:45 í kvöld.

Þýska liðið ætlaði að taka létta morgunæfingu fyrir leikinn en þeirri æfingu hefur nú verið aflýst.

„Við vitum bara þetta sem hefur komið fram í fréttum og málið er í skoðun. Við bíðum bara frétta," sagði Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi KSÍ við Fótbolta.net.

Að sögn Bild er möguleiki eá að allir leikmenn þýska liðsins verði sendir aftur í kórónuveirupróf í dag og leikurinn fari fram ef leikmenn greinast neikvæðir þar. Það er þó ekki staðfest ennþá.

Samkvæmt reglum UEFA á leikurinn að fara fram ef fjórtán leikmenn Þýskalands, þar af einn markvörður, eru utan sóttkvíar og geta spilað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner