Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. mars 2023 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Morgan: Svartir einstaklingar fá ekki sömu tækifæri
Mynd: Getty Images

Wes Morgan, fyrrum fyrirliði Leicester City, kallar eftir aukningu á svörtum einstaklingum í stjórnunarstöðum í enska fótboltaheiminum.


Það hefur lengi verið mikið ósamræmi á milli fjölda svartra leikmanna í enska fótboltaheiminum og fjölda svartra fótboltaþjálfara eða stjórnenda í gegnum tíðina. Morgan vill breyta því.

Listi áhrifaríkra svartra einstaklinga innan fótboltaheimsins er ekki nógu langur að mati Morgan, en í fyrra bættust menn á borð við Deji Davies, Les Ferdinand og Jobi McAnuff við þann lista þegar þeir voru ráðnir í mikilvægar stöður innan fótboltaheimsins. Þá má einnig nefna Patrick Vieira og Vincent Kompany, þó að Vieira sé ekki lengur við stjórnvölinn hjá Crystal Palace þá er Kompany að gera frábæra hluti með Burnley.

„Það er mjög mikilvægt að fagna árangri svartra í fótboltaheiminum," sagði Morgan á sérstakri verðlaunahátíð fyrir svart fólk innan enska fótboltaheimsins í vikunni. „Það eru framfarir í þessum málaflokki en þær eru minniháttar. Þegar úrvalsdeildin er skoðuð kemur í ljós að aðeins einn svartur einstaklingur er stjórnarmeðlimur. Við viljum sjá breytinguna gerast hraðar."

Þar er Morgan að tala um Deji Davies, stjórnarmann Brentford.

„Þetta snýst fyrst og fremst um tækifæri. Svartir einstaklingar fá ekki sömu tækifæri innan fótboltaheimsins og hvítir. Þetta verður að breytast."

Wes Morgan lagði skóna á hilluna 2021 eftir níu ára dvöl hjá Leicester sem hófst í Championship deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner