Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   þri 25. mars 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Raphinha reynir að hugsa ekki of mikið um Ballon d'Or
Mynd: EPA
Raphinha hefur átt stórkostlegt tímabil með Barcelona og er talinn ansi líklegur sigurvegari Ballon d'Or verðlaunanna í ár.

Raphinha hefur skorað 27 mörk og lagt upp 20 í 42 leikjum á tímabilinu. Þar af hefur hann skorað 11 mörk og lagt upp fimm í 10 leikjum í Meistaradeildinni.

Hann ræddi við brasilísku goðsögnina Romario um möguleikann á að vinna Ballon d'Or.

„Það er eðlilegt að það fari í gegnum hugann, ef ég myndi segja eitthvað annað væri ég að ljúga," sagði Raphinha.

„Ég reyni að setja það til hliðar og einbeita mér að persónulegum markmiðum, hvort sem það er að skora, leggja upp eða vinna titla. Ef ég næ markmiðum mínum í lok tímabils er möguleikinn á að vinna einstaklingsverðlaun ansi mikill. Ég vil ekki einbeita mér of mikið af Ballon d'Or því það getur truflað."
Athugasemdir
banner
banner
banner