Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   þri 25. mars 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Vertonghen kallar þetta gott
Mynd: EPA
Jan Vertonghen, fyrrum varnarmaður Tottenham og belgíska landsliðsins, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Vertonghen er 37 ára og er nú fyrirliði Anderlecht í Belgíu. Hann lék 315 leiki fyrir Tottenham milli 2012 og 2020 og var tvisvar í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann hjálpaði Spurs að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019.

Á síðasta ári lagði hann landsliðsskóna eftir að hafa leikið metfjölda leikja fyrir Belgíu, 157 talsins.

Meiðsli hafa gert það að verkum að miðvörðurinn hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Anderlecht á þessu tímabili.

„Ég hef fundið fyrir því að það verður sífellt erfiðara að undirbúa mig líkamlega fyrir æfingar og leiki, það er erfiðara að vera sá leikmaður sem ég vill vera," segir Vertonghen.

Vertonghen hefur á ferlinum verið Hollandsmeistari með Ajax og portúgalskur meistari með Benfica.
Athugasemdir
banner
banner