Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 25. apríl 2015 18:33
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikar kvenna: Breiðablik í úrslitaleikinn
Svava Rós kom Blikum á bragðið í dag
Svava Rós kom Blikum á bragðið í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3-0 Þór/KA
1-0 Svava Rós Guðmundsdóttir
2-0 Rakel Hönnudóttir
3-0 Thelma Hjaltalín Þrastardóttir

Breiðablik fékk Þór/KA í heimsókn í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í Fífunni í dag.

Svava Rós Guðmundsdóttir kom heimastúlkum í forystu og Akureyringurinn Rakel Hönnudóttir tvöfaldaði svo forystuna.

Thelma Hjaltalín Þrastardóttir gulltryggði svo sigur Blikastúlkna en hún hafði komið inná sem varamaður.

Breiðablik mætir annaðhvort Stjörnunni eða Selfoss í úrslitaleiknum á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner